chana masala & sætar franskar


62840EE8-4E1A-41E6-8DFD-873854FCA687-42A60105-86F7-44DF-BC61-835D9B4F09B9.jpg

Chana masala eða kryddaðar kjúklingabaunir - er einn sá besti af indverskum mat. Hér er hann borinn fram með quinoa, sem er mun léttara í magann heldur en hrísgrjón ásamt sætum frönskum með hvítlauk. Mér finnst sjálfri mjög gott að hafa jógúrtsósu með krydduðum mat eins og þessum en hún gefur svo ótrúlega gott jafnvægi í máltíðina. Smakkið sósuna til, hún þarf alls ekki að vera nákvæm. Njótið vel!

UPPSKRIFT / fyrir 2

1/2 bolli quinoa
1 laukur
4 hvítlauksrif
2 cm ferskt engifer
1 lárviðarlauf
1 kanilstöng
1 tsk kóríander
1/2 tsk garam masala
1/2 tsk túrmerik
1/4 tsk kardimomma
1/4 tsk negull
2 krukkur kjúklingabaunir / 600gr
500gr hrein tómatsósa
2 ferskir tómatar
1/2 lime
S&P

sætar franskar
sæt kartafla u.þ.b. 900gr
1 tsk hvítlauksduft
2 msk hágæða olía
S&P

jógúrtsósa
u.þ.b. 100gr hrein jurtajógúrt eða oatly sýrður
lítið búnt ferskt kóríander
lítið búnt fersk mynta
1/2 lime
1/2 tsk cumin
S&P

*Indverskar jógúrtsósur innihalda oftast litla gúrkubita - ég mæli með að prófa það líka!


AÐFERÐ

  1. Byrjið á því að stilla ofninn á 180*c og blástur.
    2. Skerið sætu kartöfluna niður í langa bita og komið fyrir á ofnskúffu. Kryddið með hvítlauksdufti, salti, pipar og hágæða olíu. Bakið í u.þ.b. 30 mínútur eða eftir stærð bitanna.
    3. Sjóðið quinoa samkvæmt leiðbeiningum.
    4. Fínskerið laukinn á pönnu og steikið þar til mjúkur og ilmandi.
    5. Bætið við öllum kryddunum á pönnuna ásamt niðurskornum tómötum, hvítlauk og engifer. Bætið örlitlu vatni á pönnuna til að geta blandað vel saman.
    6. Skolið og sigtið kjúklingabaunirnar og bætið út á pönnuna ásamt hreinni tómatsósu og lime. Fáið upp væga suðu, setjið lokið á og látið malla í 20-30 mínútur.
    7. Á meðan allt mallar, sýður og bakast - saxið kóríander og myntu og blandið út í hreina jógúrt eða oatly sýrðann. Bætið cumin, salti og pipar út í sósuna ásamt lime. Smakkið til.
    8. Sigtið og skolið quinoa þegar það er tilbúið.
    9. Takið sætu franskarnar úr ofninum þegar þær eru orðnar örlítið stökkar að utan.
    10. Takið kanilstöngina og lárviðarlaufið úr kjúklingabaununum áður en þær eru bornar fram.


Chana masala er klassískur indverskur pottréttur sem inniheldur kjúklingabaunir. Rétturinn finnst reyndar víða um Indlandsskaga og á hvert land sína útgáfu. Grunnurinn er úr tómötum og kjúklingabaunirnar eru aðal atriðið ásamt ótrúlega góðum, heitum kryddum. Njótið þess að borða réttinn með hrísgrjónum, quinoa eða naan brauði.


Previous
Previous

mexíkóskar pinto baunir & brún hrísgrjón

Next
Next

indverskur pottréttur með brokkolí, blómkáli & baunum