cajun seljurót, granatepli & perlubygg


AfterlightImage.jpg

Ef þú hefur ekki eldað seljurót áður er þetta fullkomið tækifæri til að læra á þetta skemmtilega rótargrænmeti. Hægt er að elda seljurótina á marga vegu en mér finnst hún ótrúlega góð bökuð - sérstaklega með cajun kryddinu. Granatepli gerir salatið sætt og sumarlegt og perlubyggið gefur mikla fyllingu. Toppað með sinneps vínagrettu sem passar auðvitað með öllu.

UPPSKRIFT / fyrir 2

1 meðal stór seljurót
1/2 bolli perlubygg
1 granatepli
Kálblanda eftir smekk
Rauðlaukur eftir smekk
Avocado
1,5 msk cajun kryddblanda frá Kryddhúsinu
S&P

sinneps vínagretta
2,5 msk hágæða ólífuolía
1 msk eplaedik
1 tsk gróft sinnep
1 hvítlauksrif / ekki nauðsynlegt
S&P


AÐFERÐ

1. Byrjið á því að hita ofninn á 180*c, blástur.
2. Skerið utan af seljurótinni og skerið svo í jafna bita.
3. Kryddið cajun kryddblöndunni, S&P og örlítilli olíu. Bakið í 30-40 mínútur eða þar til bitarnir eru mjúkir í gegn.
4. Sjóðið perlubygg samkvæmt leiðbeiningum.
5. Losið kjarna úr granateplinu og skerið rauðlauk þunnt niður.
6. Blandið öllu saman í vínagrettuna og hrærið vel. Smakkið endilega til.
7. Skolið vel og sigtið byggið.
8. Látið seljurótina kólna örlítið áður en öllu er raðað saman í skál.
Njótið ótrúlega vel!


Seljurót er rótargrænmeti náskylt sellerí og nípu og var fyrst ræktuð við Miðjarðarhafið. Rótin er rík af trefjum, andoxunarefnum, B6, C og K vítamínum ásamt steinefnum eins og fosfór, kalíum og mangan. Það kemur á óvart hversu auðvelt er að elda rótina en hægt er að borða hana hráa, sjóða hana eða baka og mauka niður í krem.


Ég nota íslenskar og/eða lífrænar afurðir eftir bestu getu og hvet ykkur til að gera það sama. Þessir valkostir eru betri fyrir jörðina okkar og líkamann.