bakaðar rauðrófur & appelsína


0285578C-68B6-4CA7-BEEF-5F408FECD0E5-D2F8E6C2-FF27-4378-A934-0134131DA8B1.jpg

Appelsínan og döðlubitarnir kítla bragðlaukana í þessu fallega vetrarsalati en rauðrófurnar gefa jafvægi á móti. Linsubaunir og quinoa passa mjög vel saman í hvers kyns salöt og ég mæli hiklaust með því að bæta þeim út í önnur salöt líka. Þessi tvenna er mjög næringarrík og saðsöm. Að mínu mati eru rauðrófur bestar bakaðar og bragðið fær að njóta sín svo vel.

UPPSKRIFT / fyrir 2-3

1/2 bolli grænar linsubaunir
1/2 bolli rautt quinoa
1 lúka klettasalat
1 appelsína
3 döðlur
2 msk hempfræ
S&P

200gr rauðrófur
1 msk balsamic
1 msk hágæða olía
Chili flögur
S&P


AÐFERÐ

1. Hitið ofninn á 180*c.
2. Skerið rauðrófur niður í munnbita og bætið balsamic, olíu, chiliflögum og S&P við. Hafið í huga að rauðrófur gefa frá sér mikinn lit sem gæti verið erfitt að þrífa af t.d viðaráhöldum eða fötum.
3. Bakið rauðrófurnar í u.þ.b. 30-40 mínútur eða þar til örlítið stökkar að utan, fer eftir stærð bitanna.
4. Skolið og sjóðið linsubaunir og quinoa samkvæmt leiðbeiningum. (Rautt quinoa og grænar linsur þurfa svipaðann suðutíma svo ég sett það saman í pottinn án vandræða)
5. Skerið döðlur og appelsínur niður eftir smekk.
6. Skolið linsurnar og quinoa vel þegar það er tilbúið og sigtið vatnið frá.
7. Látið rauðrófurnar kólna örlítið og blandið saman restinni af hráefnunum í skál.
8. Toppið salatið með rauðrófunum og hempfræjum og bætið örlitlu balsamic yfir.
Njótið ótrúlega vel.


Rauðrófan á rætur sínar að rekja til Miðjarðarhafsins og er frábært rótargrænmeti. Hún hefur verið kennd við betra blóðflæði og betri árangur í líkamsrækt. Sumir vilja meina að það sé best að drekka rauðrófusafa fyrir æfingu og þar með sleppa orkudrykkjunum. Rauðrófan er mjög næringarrík og inniheldur meðal annars trefjar, fólat, járn og C vítamín.


Arna Engilbertsdóttir