samloka með tofu, nori & sinnepi


AfterlightImage.jpg

Þessi samloka er einfaldlega ein sú besta sem ég hef borðað! Bakað tofu verður örlítið stökkt með smoky bragði og passar ótrúlega vel með ristuðu nori. Það er um að gera að nota það grænmeti sem er til í ísskápnum og sinnepið er að sjálfsögðu ómissandi. Fullkomin máltíð á miðjum degi.

UPPSKRIFT / 4 samlokur

8 sneiðar af grófu heikorna eða fræbrauði
kimchi eða annað súrkál eftir smekk
50gr baunaspírur
rauðlaukur eftir smekk
íssalat eða salatblanda
2 - 4 blöð af ristuðu nori
1 avocado
gúrka
hummus
sinnep

450gr tofu
3 msk tamari / soya / teriyaki
1 tsk paprika / reykt paprika
örlítið chili / ancho chili
pipar

*Ef þið viljið spara tíma með nori-ið er mjög gott að nota seaweed snakkið sem fæst í flestum búðum!
*Reykt paprika og ancho chili gera bæði þetta klassíska, dökka BBQ bragð. Sleppið því og notið venjulegt paprikukrydd ef þið viljið mildara bragð.


AÐFERÐ

1. Byrjið á því að hita ofninn á 180*c blástur.
2. Skerið tofu í mjög þunnar sneiðar og komið fyrir á ofnskúffu.
3. Hellið tamari eða soya yfir ásamt kryddunum. Dreifið vel á báðar hliðar og bakið í u.þ.b. 20 mínútur eða þar til hornin eru orðin örlítið stökk. Snúið við þegar tíminn er hálfnaður.
4. Ristið nori á pönnu ásamt sesam og salti.
5. Smyrjið brauðið með hummus og sinnepi.
6. Skerið gúrku, rauðlauk og avocado.
7. Raðið öllu grænmetinu ásamt tofu á brauðið og lokið.
Njótið ótrúlega vel!


Ég nota íslenskar og/eða lífrænar afurðir eftir bestu getu og hvet ykkur til að gera það sama. Þessir valkostir eru betri fyrir jörðina okkar og líkamann.


Arna Engilbertsdóttir